Sunday, July 16, 2006




hæhæ allir í´hóp! veðri hefur ekki leikið nógu og vel við tanaða líkama okkar síðustu vikuna. Það hefur því miður blásið allkuldalega en það virðist sem að það ætli að fara að breytast því í dag er hægt að vera án peysu. je. Helgin var viðburarík og það var kannski tekið of vel á því miðavið léttleika pyngjunnar. En það sem stendur upp úr er hjólatúr til Kastelholmsslott sem er í 20 kílómetra fjarlægð frá Mariehamn! svo við hjóluðum samkvæmt mínum útreikningum 40 kílómetra! geri arir betur. Ég komst reyndar að því að líkamlegt form mitt er ekki upp á sitt besta en kannski ég kenni bara hjólinu mínu um sem hefur engan léttan gír sem gerði brekkurnar soldið erfiðar viðfangs.
Frægðarsól okkar heldur svo bara áfram að skína hérna! Vorum fengnar í útvarpsviðtal þar sem við spjölluðum á fallegri sænsku um nordjobb og kosti álandseyja. Það var bra.
Ég verð að segja eitt, flestir hérna eru svo faggalegir að mér verður illt. Ég hlakka þessvegna soldið mikið til að koma heim og geta horft á fallega stráka sem eru ekki með ógeðslega mikið gel og í ógeðslegum fötum.
Anyweis, finnarnir hætta bara ekki að vera okkar bestu vinir. Í gær komu nordjobbarar frá Stokkhólmi í heimsókn og vojnuust ég og HIldur vonuðumst til þess a einhverjir norsarar eða danir myndu láta sjá sig. en neinei þá var þetta bara hópur af finnum, enn og aftur, helvítis finnar. Einn límdi sér við mig og Hildi og eins og þið sjáið á mefylgjandi mynd er hann faggalegur! je. Svo grilluðum við á ströndinni, sem hefði geta verið yndislegt hefði verið aðeins hlýrra. Svo hefðu máfarnir mátt vera aðeins minna kræfir en þeir komu eiginlega of nálægt okkur meðan á matseldinni stóð.
En nú styttist í heimkomu, ein vinnuvika eftir og svo stokkhólmur og svo bara home sweet home. Hlakka til að þvo fötin mín almennilega því þessi þvottavél er ekki alveg að gera fötunum okkar gott.
farin að sleikja sólina.... adiós, Lena

Tuesday, July 11, 2006




Núna erum við loksins komnar með þráðlaust net sem gerir okkur kleift að blogga, þó fyrr hefði verið!
Við sitjum hérna á aðalstaðnum í Mariehamn, Indigo og sötrum kaffi og bjór. Fólk gefur okkur smá illt auga þar sem það er ekki mjög algengt að sjá fallegar ibækur á kaffihúsum hér. En lífið leikur við okkur. Það hefur margt gerst síðan við yfirgáfum fallega Ísland þann fyrsta júní sl. Lena er orðin ljóshærð, ég ljóshærðari og við erum báðar orðnar elg-tanaðar á efri hluta líkamans, þ.e. komnar með svolítið gott base-tan fyrir Tyrklandi vonandi.
Við erum búnar að geta okkur orðspor sem "Islandske flykcorne" hérna á Álandseyjum og eigum í heitum sms-viðræðum við gaura úr vinnunni okkar sem eru þó svo feimnir að þeir þora varla að líta á okkur í vinnunni!
Fjölskyldan mín kíkti í heimsókn seinustu helgi og við fórum í smá útilegu sem varð aðeins styttri en planað hafi verið vegna flugnabita og ofnæmis. En þess í stað fórum við á laugardeginum í sænskan Sirkus og horfðum á fíla, kameldýr, loftfimleika, trúða og ég veit ekki hvað og hvað. Okkur Sigga til ómældrar ánægju var Lena fengin upp á svið við mikinn fögnuð og sýndi hversu mikinn styrk hún býr yfir með því að lyfta tveimur loftfimleikaköppum! Mynd í næstu færslu.
En annars skemmtum við okkur konunglega í Kaupmannahöfn ásamt stelpunum. Það var ótrúlega gaman að hitta þær, en samt var helgin alltof fljót að líða.
Það er alltaf sama góða veðrið hérna og við tókum því fegins hendi þegar það rigndi hálfan dag í gær.
En tíminn líður svo hratt að núna eigum við aðeins eftir tvær vikur hérna! Við verðum komnar heim áður en þið vitið af.
Þess vegna ætlum við líka að vera duglegar að blogga í þessari viku sem við höfum þráðlausa netið.
Næstu helgi er áætlað að hitta nordjobbara frá Svíðþjóð og hver veit nema við förum í beach-volley!
Vinnan er líka yndisleg. Í seinustu viku vorum við að raka "sjávargras" á strönd nokkurri og skelltum okkur svo bara í sjóinn þegar hitinn var farinn að verða óþæginlegur.
Þangað til næst!
Hälsinger från Åland