Núna erum við loksins komnar með þráðlaust net sem gerir okkur kleift að blogga, þó fyrr hefði verið!
Við sitjum hérna á aðalstaðnum í Mariehamn, Indigo og sötrum kaffi og bjór. Fólk gefur okkur smá illt auga þar sem það er ekki mjög algengt að sjá fallegar ibækur á kaffihúsum hér. En lífið leikur við okkur. Það hefur margt gerst síðan við yfirgáfum fallega Ísland þann fyrsta júní sl. Lena er orðin ljóshærð, ég ljóshærðari og við erum báðar orðnar elg-tanaðar á efri hluta líkamans, þ.e. komnar með svolítið gott base-tan fyrir Tyrklandi vonandi.
Við erum búnar að geta okkur orðspor sem "Islandske flykcorne" hérna á Álandseyjum og eigum í heitum sms-viðræðum við gaura úr vinnunni okkar sem eru þó svo feimnir að þeir þora varla að líta á okkur í vinnunni!
Fjölskyldan mín kíkti í heimsókn seinustu helgi og við fórum í smá útilegu sem varð aðeins styttri en planað hafi verið vegna flugnabita og ofnæmis. En þess í stað fórum við á laugardeginum í sænskan Sirkus og horfðum á fíla, kameldýr, loftfimleika, trúða og ég veit ekki hvað og hvað. Okkur Sigga til ómældrar ánægju var Lena fengin upp á svið við mikinn fögnuð og sýndi hversu mikinn styrk hún býr yfir með því að lyfta tveimur loftfimleikaköppum! Mynd í næstu færslu.
En annars skemmtum við okkur konunglega í Kaupmannahöfn ásamt stelpunum. Það var ótrúlega gaman að hitta þær, en samt var helgin alltof fljót að líða.
Það er alltaf sama góða veðrið hérna og við tókum því fegins hendi þegar það rigndi hálfan dag í gær.
En tíminn líður svo hratt að núna eigum við aðeins eftir tvær vikur hérna! Við verðum komnar heim áður en þið vitið af.
Þess vegna ætlum við líka að vera duglegar að blogga í þessari viku sem við höfum þráðlausa netið.
Næstu helgi er áætlað að hitta nordjobbara frá Svíðþjóð og hver veit nema við förum í beach-volley!
Vinnan er líka yndisleg. Í seinustu viku vorum við að raka "sjávargras" á strönd nokkurri og skelltum okkur svo bara í sjóinn þegar hitinn var farinn að verða óþæginlegur.
Þangað til næst!
Hälsinger från Åland
ég var þúst alveg að raka bjórflöskur og dauða máfa upp úr tjörninni og fór alveg líka að baða mig því það var svo ógeðslega heitt hérna heima.
nei.ekki satt.
Posted by Gugga Rós | 8:56 AM
já gugga... og ekki gleyma fótboltanum sem þú rakaðir uppúr tjörninni!
en annars hljómar þetta allt voða spennandi og frábært!
og með þessa gæja í vinnunni... getiði ekki hellt smá vodka útí svalana hjá þeim og þá ætti málið að vera leyst ;)
Posted by Sigga Gyða | 11:24 AM
djöfulli geggjað. ég ætlað fara í nordjobb á næsta ári maður, jé.
Posted by sighvatsson | 3:23 AM
Post a Comment